This is Jay Frost's Typepad Profile.
Join Typepad and start following Jay Frost's activity
Join Now!
Already a member? Sign In
Jay Frost
Recent Activity
Kæri lesandi, ónei. Hvað gerðist nú, herra Frost? Ég skal segja þér hvað gerðist, lesandi góður. Ég datt ofan í hina dýpstu holu þessa nýliðnu viku. Svefnleysi gaf af sér orkuleysi. Orkuleysi gaf af sér algera bugun þegar vont veður bættist við. Áhyggjur af hinu og þessu, of mörgu eiginlega,... Continue reading
Posted Jan 27, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, hið óhugsandi hefur gerst. Ég gleymdi að blogga í gær. Eftir 44 daga í röð (hef stundum bloggað eftir miðnætti og fært það fram yfir tólfuna en það er sama vaka = sami dagur) þá missti ég úr dag! Þetta blogg er ónýtt. Brennum það til grunna. Bloggið... Continue reading
Posted Jan 19, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, Í kvöld fór ég í bíó og sá kvikmyndina Downsizing. Hún er í leikstjórn hins bandaríska Alexander Payne sem er þekktur fyrir að gera óhefðbundnar kósý-kvikmyndir, ef svo mætti kalla, og hér bregður hann ekki langt út af þeim vana. Þessi mynd fer ótroðnar slóðir og eftir fyrsta... Continue reading
Posted Jan 17, 2018 at Frost / Ísland
Skammgóður vermir er kannski besta lýsingin á þátttöku Íslands á EM í handbolta þetta árið. Keppnin hófst með óvæntum sigri á Svíþjóð á föstudag, svo kom tap gegn heimamönnum í Króatíu á sunnudag og í kvöld tapaði liðið niður forystu gegn Serbíu og endaði á því að hrynja út úr... Continue reading
Posted Jan 16, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, ég var kominn heim og sat í sófanum með dætrum mínum þegar ég leit á símann minn og sá að Dolores O’Riordan, söngkona The Cranberries, var bráðkvödd í Lundúnum í dag. Dánarorsök var ekki gefin upp, sem fær okkur alltaf til að hugsa það versta, en hún var... Continue reading
Posted Jan 15, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, í dag hef ég gert tvennt: barist við h%$!# veðrið og horft á frábært íþróttaefni í sjónvarpinu. Þetta tvennt tengist náið. Hver íþróttaleikurinn á fætur öðrum hefur verið í beinni í þessum besta sportglápdegi vetrarins hingað til, og þökk sé inniveðrinu hefur verið mjög auðvelt að vera bara... Continue reading
Posted Jan 14, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, í kvöld fór ég á eins konar sviðakjammakvöld. Þar borðaði ég hálft dýraandlit í fyrsta skipti ... og að ég held, síðasta skipti líka. Kjötið var ekki eins ógeðslegt og ég átti von á, þetta smakkaðist meira eins og ofsoðið kjötsúpukjöt. En það var heldur ekki mikið af... Continue reading
Posted Jan 13, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, þetta verður ein erfiðasta og leiðinlegasta færslan mín til þessa. Af því að ég hef voðalega lítið um að tala. Ekkert sérstakt sem mig langar að fjalla um, og þar að auki var dagurinn frekar tíðindalítill. Sorrý. Allir eru brjálaðir út í Donald Trump. Allir, alltaf. Ég ákvað... Continue reading
Posted Jan 12, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, í kvöld fór ég í bíó og sá The Disaster Artist, frábæra kvikmynd um það hvernig Tommy Wiseau og Greg Sestero enduðu á að gera The Room, bestu lélegu mynd allra tíma. Myndin er byggð á samnefndri bók Sestero, og það er skemmst frá því að segja að... Continue reading
Posted Jan 11, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, ég fór ekki á KFC í hádeginu! Fór reyndar á Aktu Taktu, en það er skárra. Samloka. Lét ekki undan fíkninni sem kjúklingurinn á KFC er. Mmmm. Kjúlli. Hæjá, hókei, hvar var ég? Í kvöld byrjaði ég að horfa á The Newsroom aftur. Ég horfði á þættina jafnóðum... Continue reading
Posted Jan 10, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, í dag tókst mér ekki aðeins að vera verkjalaus í fyrsta sinn á árinu heldur var ég lyfjalaus og sykurlaus. Með öllu. Súper-heilbrigður og kominn yfir öll fráhvarfseinkenni og svo framvegis, og svo endalaust framvegis! Samt, af hverju er ég eiginlega að þamba vatn seint að kvöldi? Af... Continue reading
Posted Jan 9, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, ég er ansi rótgróinn, það verður að viðurkennast. Ég hef unnið hjá sama fyrirtækinu í tuttugu ár eða svo, í raun aldrei unnið annars staðar nema með stuttum útúrdúrum á yngri árum. Ég er góður í mínu starfi, mér líkar það vel og það gengur vel. Tuttugu ár... Continue reading
Posted Jan 8, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, ég upplifði ákveðna skömm í dag þegar ég las ummæli tveggja rithöfunda sem sögðu að það væri mikilvægast af öllu að skrifa daglega. Sama hvað þú gerir, skrifa daglega. Þetta er mantra sem flestir rithöfundar þekkja vel. Við heyrum þetta oft. Málið er að ég er nokkuð viss... Continue reading
Posted Jan 7, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, Ég er flúinn í sveitina. Foreldrar mínir tóku dætur mínar á undan í gær og við eiginkonan áttum fínt föstudagskvöld saman heima, þótt ekki yrði neitt villt úr því þar sem við erum bæði enn að skríða saman eftir veikindin. Í dag sváfum við svo út eins og... Continue reading
Posted Jan 6, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, það hvarflaði að mér í dag að þú hefur ekki mikið að lesa, lesandi góður, nema ég skrifi eitthvað. Þetta er gagnkvæmt samband þar sem báðir aðilar þarfnast hins til að gera sitt. Ég þarf að skrifa svo þú getir lesið. Þú þarft að lesa svo ég geti... Continue reading
Posted Jan 5, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, það er hálsinn, þegar ég anda frá mér og dreg svo aftur andann og hlusta á súrefnið setjast innan á hálsinn, þegar hálsinn hljómar eins og röð kristalla sem er að færa sig til í bylmingsfrosti eins og í kvikmynd, þegar hálsinn á mér minnir á innviði geimskips... Continue reading
Posted Jan 5, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, þetta eru svik af verstu gerð. Hæstu gráðu. Alvarlegasta styrk. Þessi helvítis líkami skuldar mér eitthvað meira en afsökunarbeiðni. Það var alls ekki á áætlun að þurfa að hanga inni lasinn fyrstu þrjá daga ársins. Ég var orðinn hitalaus í gærkvöldi og mætti því í vinnu í dag,... Continue reading
Posted Jan 3, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, enn ligg ég undir feldi, ekki til að hugsa minn gang (þó það fylgi óhjákvæmilega) heldur bíð ég af mér þessa baráttu sem líkaminn háir við einhverja óboðna gesti. Bakteríurnar. Ég er hressari og röddin er hægt að koma til baka, hóstinn hefur aðeins losnað upp sem er... Continue reading
Posted Jan 2, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, fjandans vesen. Þetta ár hófst ekki eins og ég ætlaði mér. Ég var sofnaður fljótlega eftir miðnætti, svaf slitrótt fram að hádegi enda drullulasinn og slappur með hita og allt hitt. Dagurinn í dag hefur farið í hósta og Netflix og sjálfsvorkunn. Árið 2016 fékk ég eina flensu,... Continue reading
Posted Jan 1, 2018 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, þetta er að hafast. Ég vaknaði í morgun enn slappari en í gær, með hita og alveg raddlaus. Þökk sé Íbúfen og Paratabs er þetta að koma til, ég er með rödd en hún hljómar eins og Al Pacino í Scent of a Woman, frekar en mín eigin... Continue reading
Posted Dec 31, 2017 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, það varð ekki mikið úr næstsíðasata degi ársins. Öll litla fjölskyldan eins og hún leggur sig er með flensu og við höfum skipst á að kveinka okkur hástöfum yfir hita og hósta og nefrennsli í dag. Þetta hefur verið hvimleitt. Fyrir vikið laumaðist eiginkonan aðeins út síðdegis, enda... Continue reading
Posted Dec 30, 2017 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, þú hefur eflaust heyrt talað um nýjar kreðsur í heimi YouTube, myndbönd þar sem fólk getur fylgst með öðru fólki spila t.d. tölvuleiki. Ég er einfaldlega af annarri kynslóð en þeirri sem horfir aðallega á svoleiðis myndbönd og hef því getað hneykslast á því síðustu misseri að þetta... Continue reading
Posted Dec 29, 2017 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, nokkur atriði hafa verið mér hugleikin yfir hátíðarnar og hef ég fjallað um sum þeirra hér. Til að mynda gladdist ég mjög yfir sokkum sem ég fékk í jólagjöf en þar áður hafði ég skrifað pirringslausar athugasemdir mínar á ástandi bókasölu á Íslandi. Það var því með ákveðnu... Continue reading
Posted Dec 28, 2017 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, byrjum á byrjuninni: playlistinn virkaði svona líka dúndurvel. Ég kom heitur í framan, sár á lófunum eftir stýristrommið og frekar raddlaus bara suður í Sandgerði í morgun. Ljómaði svo allur í vinnu á skrifstofunni og hlakkaði til að komast aftur út í bíl til að geta sungið á... Continue reading
Posted Dec 27, 2017 at Frost / Ísland
Kæri lesandi, djöfull er ég þreyttur. Það verður ekki mikið skrifað af viti í dag. Síðasti frídagur jóla árið 2017 er kominn og farinn, við litla fjölskyldan héldum jólaboð fyrir á fimmta tug í dag og lifðum það af. Íbúðin er meira að segja nokkuð hrein eftir innrásina. Í kvöld... Continue reading
Posted Dec 26, 2017 at Frost / Ísland